fbpx

Instagram í veisluna

Instagram er vinsælt til að halda utan um myndir í veislum með hashtag (myllumerki).

Í dag eru flestir með síma á sér og munu taka myndir.

Því ekki að hvetja þá til að nota ykkar hashtag (myllumerki) svo að þið getið á auðveldan hátt séð allar myndirnar eftir á.

Hvernig áttu að nota Instagram í veislunni þinni?

1. Búðu til hashtag (myllumerki). Þetta mun hjálpa ykkur að finna myndir af veislunni á Instagram. Sláðu inn myllumerkið á Google til að vera viss um að það sé ekki nú þegar í notkun. Þú vilt að það sé lýsandi og auðvelt að muna fyrir gestina. Mjög algengt er að brúðhjón T.d  noti nöfnin sín sem myllumerki. T.d #brudkaup2018.

Til  að búa til hashtag (myllumerki) þarf að ákveða hvað þú vilt nota… Prufar að leita inná instagram eftir því hastag sem þið viljið.. það er ekkert hægt að stofna og taka frá… bara vona að enginn velji sama.

Sniðugt er að leika sér aðeins og bjóða uppá svona leik

2. Láttu gestina vita hvaða myllumerki þið notið. Sniðugt er að myllumerkið komi fram á boðskortum, heimasíðu brúðhjónanna ef þið eruð með svoleiðis, á borðum í veislunni og svo framvegis.

3. Sniðugt er að vera með photobooth þar sem gestirnir geta tekið myndir og taggað með myllumerkinu ykkar.

4. Hægt er að vera með slideshow keyrandi í veislunni í gegnum t.d skjávarpa eða sjónvarp sem rúllar í gegnum allar myndirnar sem eru merktar myllumerkinu ykkar. Það eru til fullt af forritum sem hægt er að nota í þetta.

https://slidesome.com/

4. Prentaðu út uppáhaldsmyndirnar, t.d í gegnum www.pixlar.is

 

Upplýsingar fegnar að láni frá https://www.brudkaupsdagur.is/