fbpx

Jólakúlugerð

Glærar plastkúlur fást í flestum föndurverslunum.

 

Það sem þarf …. er

Plastkúla

Máling
Svamp
Borða
Lím

Skraut

Hér er ég búin að dúmba glimmer málingu inní annan helming kúlunnar

með svampi og leyfi því svo að þorna í svona sirkað klukkutima.

Næst dúmba ég rauða litnum og leyfi honum svo að þorna og fer svo aðra umferð með honum.

 

næsta skref er svo að skera út hring á pappír til að skrappa á, getur teiknað eftir kúlunni eða notað coluzze mót.

Næsta er svo að pússa hringinn með sandpappír eða naglaþjöl til að hann passi inní kúluna.

 

 

núna er hægt að leika sér með hringinn og skrappa/skreyta eitthvað fallegt á hann til að setja inní kúluna.

næst er svo að koma pappírs hringnum inní kúluna og loka henni,

svo er að setja fljótandi lím allan hringinn í kringum kúluna,

á samskeytunum og setja svo borðan ofaná límið.

 svo er bara skreyta kúluna að ofan eða bara setja borða á hana.