fbpx

Límmiðar -sérmerktir þér fyrir sælgæti

 

Það er svo gaman að setja sinn persónulegu stíl á boðskortið og skreytingarnar í þinni veislu.

Ég bauð uppá nýjung fyrir fermingarnar í ár og voru það límmiðar sem ég hafði límt á Hershey’s kisses kossana, það má segja að þessi vara hafi slegið vel í gegn.

 

Enn vandamálið var að ekki var auðvelt að kaupa Hershey’s kisses kossana hér á landi svo að ég áhvað að leggjast í smá tilraunir með annað nammi.

 

ég prufaði rjómasúkkulaði hnappa frá Nóa

þeir komu mjög vel út og eru hvítir og passa með flestu, ég límdi aftan á þá  og bar þá þannig fram.

 

Eins fann ég líka Nóa Síríus Gullmola – fylltir molar – verða frábærir fyrir brúðkaupin í sumar.

 

Svo að möguleikarnir eru endanlausir.

og ekki verra að velja íslenskt, væri gaman ef nói siríus gæti gefið út þessa mola í fleiri litum.