Skemmtileg leið til að nýta servíetturnar vel, best er að nota einlitar enn alls ekki nauðsynlegt, þær njóta sín vel á borðinu og eru auðveldar í gerð. Fallegt og ódýrt skraut sem er hægt að gera fyrir öll tilefni, afmæli, brúðkaup, fermingu og líka matarboðið.
Leiðbeiningar:
POM POM eða pappírs dúskar
Fallegt skraut til að skreyta með í veislunni.
Þetta þarftu að nota
Servíettu:
Skæri:
Dragðu servíettuna út til helming
byrjaðu svo að brjóta uppá hana, snúðu henni svo við og brjóttu uppá hana þar, þetta endurtekur þú alla leiðina fram og til baka.
þegar þú ert búin að brjóta hana alla saman, klippur þú á endan af henni sem er lokaður
svo notar þú endan til binda servíettuna saman, passaðu að binda hana saman alveg fyrir miðju, svo að það myndist slaufa.
Næst þarftu að taka servíettuna í sundur, þetta eru tveir helmingar og annar er sirkað 3 blöð sem þú getur náð í sundur, ein hliðin hefur 6 blöð sem myndar hálfa dúsk og þú geri það sama fyrir hin helminginn á dúskinum
svo er bara að laga hana til og byrja að skreyta með henni.