Skilmálar - BH Hönnun

Vinsamlegast lestu yfir þessa skilmála og samþykktu þá áður en farið er í að greiða fyrir vöruna.

Almennt 
BH hönnun áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru 
Allar vörur eru afgreiddar innan 1-5 daga eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. BH hönnun ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá BH hönnun til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur 
Ekki er hægt að skila pöntun frá BH Hönnun nema að viðskiptavinur hafi fengið ranga vöru afhenta. Vinsamlegast hafið samband við BH hönnun varðandi spurningar. 

Verð 
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Trúnaður 
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum