Fermingin er einstakur áfangi í lífi barnsins þíns, og veislan er mikilvæg stund til að fagna með fjölskyldu og vinum.
Til að tryggja að dagurinn verði ógleymanlegur er gott að vera vel undirbúin(n).
Hér er athugunarlisti sem hjálpar þér að halda utan um alla skreytingaþætti – allt frá borðskreytingum til ljósmynda og stemningar.
Þegar kemur að því að velja þema í fermingum er mikilvægt að það passi við persónuleika fermingarbarnsins og skapi skemmtilega og eftirminnilega stemningu. Hér eru nokkrar vinsælar og skapandi hugmyndir:
Veldu liti sem fermingarbarnið hefur gaman af, eða klassíska liti eins og:
Hvítt og silfur, rosegold eða gull fyrir elegant útlit
Ljósbleikt, ljóslilla, eða bláan – vinsælt hjá mörgum
Grænt eða náttúrulegt þema með plöntum og trjágreinum
Stíll: Litir liðsins, boltar, treyjur.
Skreytingar: Borð merkt liðum, veggskraut með myndum eða nafni.
Skreytingar: Pixel-art, leikjatölvu-skreytingar.
Það eru til endanlausar hugmyndir.
Dúkar, renningar og servíettur (í samræmi við þema)
Stafur fermingarbarnsins (t.d. stór tréstafur með ljósum).
Nafnspjöld, sætaplön, merkingar fyrir mat, matseðlar
Kökudiskar í sama litaþema
Þema (t.d. litir, stíll: klassískt, náttúrulegt, nútímalegt, glamúr)
Blöðrur (litir, blöðrubogar, helíumblöðrur í lofti, stafablöðrur, blöðruborði, merktar blöðrur, blöðruveggir, uppblásnar blöðrur á standi fyrir borð
Borðskraut (blóm, kertaluktir, kertastakjar, skrautsteinar)
Veggskraut (borðar/banner/veifur m/texta eða myndum, myndaveggur með klemmum)
DIY vegglist með nafni barnsins – t.d. stafalist þar sem hver stafur í nafninu stendur fyrir eitthvað jákvætt (t.d. E – elskuleg, M – metnaðarfull).
Fermingarborði eða foam skilti með nafni fermingarbarnsins
Skraut fyrir inngang (t.d. blöðrur, blóm eða skilti við hurð)
Myndaveggur með myndum af fermingarbarninu frá barnæsku
Ljósmyndahorn (photobooth) með props og bakgrunni ásamt myndakassa
Gestabók eða minningarkassi (þar sem gestir geta skrifað kveðjur)
Rammaðar tilvitnanir eða orðatiltæki (Fermingar versið þeirra)