Skreytingar

Fermingin er einstakur áfangi í lífi barnsins þíns, og veislan er mikilvæg stund til að fagna með fjölskyldu og vinum.

Til að tryggja að dagurinn verði ógleymanlegur er gott að vera vel undirbúin(n).

Hér er athugunarlisti sem hjálpar þér að halda utan um alla skreytingaþætti – allt frá borðskreytingum til ljósmynda og stemningar.

Þema og litaval

Þegar kemur að því að velja þema í fermingum er mikilvægt að það passi við persónuleika fermingarbarnsins og skapi skemmtilega og eftirminnilega stemningu. Hér eru nokkrar vinsælar og skapandi hugmyndir:

Veldu liti sem fermingarbarnið hefur gaman af, eða klassíska liti eins og:

  • Hvítt og silfur, rosegold eða gull fyrir elegant útlit

  • Ljósbleikt, ljóslilla, eða bláan – vinsælt hjá mörgum

  • Grænt eða náttúrulegt þema með plöntum og trjágreinum

  • Íþróttaþema (ef fermingarbarn iðkar íþrótt)
  • Stíll: Litir liðsins, boltar, treyjur.

  • Skreytingar: Borð merkt liðum, veggskraut með myndum eða nafni.

  • Harry Potter / ævintýraþema
    • Stíll: Töfrandi, skuggalegt 
    • Skreytingar: Tómar flöskur með „seiðum“, hljóðfæri, bækur.
    • Tölvuleikjaþema
      • Stíll: Fortnite, Minecraft, Super Mario eða annað uppáhald.
      • Skreytingar: Pixel-art, leikjatölvu-skreytingar.
        Það eru til endanlausar hugmyndir.

      Veisluborðið

  • Dúkar, renningar og servíettur (í samræmi við þema)

  • Lítil LED-kerti eða te-ljós í glerkrukkum eða glösum
  • Ljósaseríur niður eftir miðju borðsins.
  • Falleg servíettubrot, jafnvel með borða eða lítilli blómarós.
  • Skrautdiskar undir diskum eða spegildiskar.
  • Lituð glös eða servíettur í þema veislunnar.
  • Notaðu mismunandi hæðir á veisluborðinu til að gera borðið sjónrænt áhugavert
  • Cupcake standur sem miðjuskraut
  • Pupcakes/Kleinuhringir með nafni barnsins eða skreytingum í litunum þínum
  • Stafur fermingarbarnsins (t.d. stór tréstafur með ljósum).

  • Nafnspjöld, sætaplön, merkingar fyrir mat, matseðlar

  • Settu lítil skilti við hvern rétt (t.d. „glútenlaust“, „grænmetis“ o.s.frv.)
  • Kökudiskar í sama litaþema

  • Nammibar
  • Ísbar
  • Poppbar

      Skreytingar & leikir

  • Þema (t.d. litir, stíll: klassískt, náttúrulegt, nútímalegt, glamúr)

  • Blöðrur (litir, blöðrubogar, helíumblöðrur í lofti, stafablöðrur, blöðruborði, merktar blöðrur, blöðruveggir, uppblásnar blöðrur á standi fyrir borð

  • Borðskraut (blóm, kertaluktir, kertastakjar, skrautsteinar)

  • Myndir af fermingarbarninu frá barnæsku og nýlegar myndir
  • Nafn fermingarbarnsins í trékubbum eða prentuðum stöfum
  • Litlir vasar með ferskum blómum eða þurrkuðum blómum
  • Smáblóm í glerflöskum, mason-krukkum eða einföldum glerílátum
  • Brúðarslör, grænar greinar eða eucalyptus með kertum
  • Sætir pokar með nammi eða súkkulaði, Herseys kossar, Nóa smástykki eða Rjómahnappar frá Nóa merktir nafni barnsins og dagsetningu
  • Merktar servíettur 
  • Merktar coke flöskur
  • Merktir Caprisun djús
  • Goggar
  • Púsl af fermingabarninu
  • Krossgáta um fermingarbarnið eða áhugamál
  • Fæðingarspjald
  • Bingó
  • Kahoot
  • Fréttabréf um fæðingar árið þeirra
  • Heillaóskir og hamingjuóskir
  • Litlir miðar með fallegum tilvitnunum eða biblíuversi ef við á.
  • Borðnúmer með upplýsingum um fermingarbarnið eða staðreyndir/spurningar/sögur
  • Veggskraut (borðar/banner/veifur m/texta eða myndum, myndaveggur með klemmum)

  • DIY vegglist með nafni barnsins – t.d. stafalist þar sem hver stafur í nafninu stendur fyrir eitthvað jákvætt (t.d. E – elskuleg, M – metnaðarfull).

  • Notaðu snæri og tréklemmur til að hengja upp myndir af fermingarbarninu frá barnæsku til dagsins í dag.
  • Prentaðu út eða handskrifaðu fallegar tilvitnanir um lífið, trú, von eða drauma.
  • Ljósaseríur kringum myndirnar bæta notalegheitum við
  • Krossveggur eða trúartákn – ef athöfnin hefur trúarlegan tón, þá geta krossar, dúfur eða ljós verið falleg og virðuleg skraut.
  • Kortakassi merktur KORT, fyrir peninga umslög
  • Fermingarborði eða foam skilti með nafni fermingarbarnsins

  • Spegill eða tafla með velkomin skilaboð handskrifuð með krít eða merki
  • Skraut fyrir inngang (t.d. blöðrur, blóm eða skilti við hurð)

      Ljósmyndir & Minningar

  • Myndaveggur með myndum af fermingarbarninu frá barnæsku

  • Ljósmyndahorn (photobooth) með props og bakgrunni ásamt myndakassa

  • Gestabók eða minningarkassi (þar sem gestir geta skrifað kveðjur)

  • Rammaðar tilvitnanir eða orðatiltæki (Fermingar versið þeirra)