Þegar kemur að velja mynd á boðskortið þarf að huga að nokkrum hlutum.
Best er að velja sér mynd sem er í góðum gæðum, þ.s. myndir sem koma beint úr myndavélum eða símamyndavélum eru oftast það sem best er að vinna með.
Ef þú ert með mynd og prufar að zoom á hana og hún verður kornótt mjög fljótt þá er það mynd sem kemur mjög illa út úr prentun.
Svo er spurning hvort þú vilt hafa myndina í lit, svarthvíta eða brúntónaða.
Þessa mynd valdi ég að hafa í kortinu mínu og er 1,52MB að stærð og kemur þá fallega út eftir prentun.
Þessa mynd valdi ég að hafa í kortinu mínu og er 1,52MB að stærð og kemur þá fallega út eftir prentun.
Hér er hægt að sjá 2 týpur af sama kortinu.
Laser prentun á mattan 300gr pappír – prentun á ljósmyndapappír2
Símar og skjáir blekkja augað svoldið því þú nærð aldrei sama tær leika eftir prentun
Ef valið er laser prentun á mattan 300 gr pappír þá verður alltaf smá grófleiki yfir henni þar sem þú nærð aldrei sama eiginleiki eins og prentun á ljósmyndapappír.
Ljósmyndapappír er hannaður fyrir ljósmyndir svo að hann kemur alltaf fallegur út.
Ef myndinn er gróf eða úr fókust þá sést það mjög vel eftir prentun.
Ef nota á gamla mynd og það þarf að skanna hana er best að skanna hana í bestu mögulegu upplausn sem völ er á, eða að fara á prentstofu og láta fagaðla sjá um verkið.
Mæli með www.pixlar.is fyrir skönnun á myndum.