Verslun Bhhönnun.is hefur verið lokað tímabundið.
Við biðjumst velvirðingar á þeim töfum sem þetta kann að valda og þökkum ykkur kærlega fyrir skilninginn.
bhhonnun@bhhonnun.is
Sérhannað kerti 25cm
4,500kr.
Sérhannað kerti
Hvort sem um er að ræða brúðkaup, útskrift, stúdent, fermingu, skírn eða nafnaveislu, þá setja vönduð, sérhönnuð kerti einstakan svip á veisluna.
Hvítt kerti – 25 cm hátt – með sérhönnun sem passar við gestabækur okkar eða hannað eftir þinni hugmynd.
Hvert kerti er unnið af natni og alúð, með þínum degi í huga – til að endurspegla stíl, hlýju og stemningu.
Kertaljós býr til hátíðlegt og notalegt andrúmsloft – lýsir upp borðin, hlýjar rýmin og setur töfrandi svip á stundina.
Kertin eru einnig falleg gjöf sem gleður – minning sem lýsir upp heimilið lengi eftir að veislunni lýkur.
- Lýsing
Lýsing
Skildu aldrei eftir logandi kerti án eftirlits.
Upplýsingar sem þurfa að fylgja með er nafn og dagsetningu.
(Settu inn þínar upplýsingar í kassa sem heitir“ skrifaðu þinn texta hér!“)
Eftir að pöntun hefur verið greidd sendum við próförk af merkingunni innan 1-5 virka daga.
Það má gera ráð fyrir 5-10 daga bið frá því próförk er samþykkt og þangað til varan er afhent.
Upplýsingar um prentun á kertunum
Kertin okkar eru prentuð með háupplausnar myndum sem færðar eru yfir á kertið með sérstakri prenttækni með glærri filmu,
Þetta er hágæða flutningspappír sem gerir okkur kleift að færa myndir, texta eða lógó nákvæmlega og fallega yfir á kertið.