Notendaskilmálar

Almennt:

BH hönnun áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru:

Allar vörur eru afgreiddar innan 1-5 daga eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. BH hönnun ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá BH hönnun til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Meðferð persónuupplýsinga:

Frekari upplýsingar um meðferð persónupplýsinga má finna hér.

Vefkökur:

Frekari upplýsingar varðandi notkun BH Hönnun á vefkökum má finna hér.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur:

Ekki er hægt að skila pöntun frá BH Hönnun nema að viðskiptavinur hafi fengið ranga vöru afhenta. Vinsamlegast hafið samband við BH hönnun varðandi spurningar.

Verð:

Öll verð í vefverslun eru birt með fyrirvara um breytingar og villur.

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Þinn aðgangur:

Sem skráður notandi í vefverslun BH Hönnun berð þú ábyrgð á trúnaði um notendaheiti, lykilorð og aðgang að þeim tölvum sem þú kannt að nota til aðgangs á vefinn. Við skráningu samþykkir þú að bera ábyrgð á öllum notkunartilvikum varðandi „Síðuna mína“ og lykilorð. BH Hönnun áskilur sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi, fjarlægja eða breyta innihaldi vefsins eða stöðva pantanir ef þurfa þykir af öryggis- eða öðrum ástæðum.