Afmælissett hannað eftir þinni hugmynd

BABY SHARK

birthday_babyshark

Hversu oft hefur þú farið í búð eftir búð og ekki fundið afmælissettið sem þú leitar af ? Barnið vill baby shark og bleikan lit eða kannski  hvolpasveitina eða var það kannski Hæ grettir jafnvel Stuðboltarnir eða eðlukrúttinn, möguleikarnir eru svo margir?

Ég býð uppá að þú sendir mér myndir af uppáhalds fígúru barnsins þíns og þú ræður litaþemanu, ég get líka merkt með nafni og aldri barnsins.

Hægt er að fá  fígúru kökutoppa með nafni og aldri eða bara aldrinum. Ég hanna toppinn eftir ykkar hugmynd og pixlar.is prenta svo út á fallega glanspappír sem ég svo sker út og lími með þrívíddar doppum. Kökutoppurinn kemur með plast pinna sem þið svo stingið ofaný kökuna með.

03

Baby shark kökutoppur með nafni og aldri.

04

Ég keypti kökuna tilbúna úr kökubúð en búðirnar hérna á íslandi eru með svo fallegt úrval af kökum. Í dag er svo einfalt að gera flottar afmælisveislur með litlu tilstandi.

07

Hægt er að fá límmiða til að setja ofaná muffins, það fylgja með plast pinnar til að líma á.

08
09

Hægt er að fá margar tegundir af límmiðum hjá mér til að líma á allskonar drykkjarföng, hér eru límmiðar límdir á Carpi Sun fernur, Froosh flöskur og pappaglös sem fást í flestum verslunum. 

Hugmyndirnar eru endanlausar og svo margt hægt að gera skemmtilegt.

 

Sendu mér mail á bhhonnun@bhhonnun.is og við finnum út afmælisþemað ykkar.

birthday_babyshark
03
08
09
beggahuna01_logo