UNDIRBÚNINGUR 

FYRIR BRÚÐKAUPSDAGINN

HNAPP_305

Ég hanna eftir ykkar hugmynd til að fegra veisluna ykkar og gera hana einstaka og eftirminnilega í ykkar stíl. 

Þegar þemað er valið eru teknar svo margar ákvarðanir; á að vera, lita þema, sveitapartý eða rómantík?  Allt eru þetta þættir sem ég útfæri í samvinnu við ykkur brúðhjónin til að boðskortið verði í ykkar stíl.

noi_001
HNAPP_306
Coke_001

Ég býð upp á fjölbreytt vöruúrval eins og gestabók, kökutoppa, límmiða, sætaskipulag, sætamerkingar, matseðlar, gogga, söngskrá, merkingar á sælgæti og allskonar öðru skemmtilegu.

Noi_005

Gott er að vera búin að áhveða grunn að hvernig þema þið viljið,  þið getið sent mér myndir, texta og hvaða lit/ur á að vera áberandi. Hægt er að skoða litaspjald á síðunni minni og velja númer af lit/um og senda með pöntunni.


ATH ef þið ætlið að senda mér myndir sem þið viljið nota, þurfa þær að vera í góðum gæðum svo hægt sé að nota þær til prentunar.

Coke_007

Vinsamlegast veitið eins miklar upplýsingar og mögulegt er og ekki hika við að senda mér myndir eða link af netinu. Því meiri upplýsingar sem ég fæ, því betri skilning hef ég á því hvernig þema þú leitar eftir.
Eins er hægt að fá clipart hjá mér, enn ég nota keypta clipart/myndir í high resolution.

Með hverri pöntun af boðskorti fyrir brúðkaup fylgir með prufu prentun af kortinu og ein breyting eftir það.

Próförk er alltaf send í tölvupósti til yfirferðar.

12x17_summer_sweet_tvofalt

Sýnishornin eru einungis brot af því sem ég hef uppá að bjóða, viðskiptavinir geta annað hvort valið sér útlit eða komið með sínar eigin hugmyndir. Þú getur ráðið uppsetningu, skrauti, litum, letri osfrv.

Sendu mér póst á bhhonnun@bhhonnun.is og ég kem hugmyndinni þinni í framkvæmt.

Coke_001

Hafðu samband á bhhonnun@bhhonnun.is til að fá tilboð eða frekari upplýsingar.

Hjá pixlum.is er hægt að skoðað útprentuð verk eftir mig.

Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík (Bláu húsunum)